mán 05. júlí 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Nýbyrjaður í marki og fékk traustið 16 ára - Óskar tók á sig mistökin
Titlinum 2019 fagnað.
Titlinum 2019 fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þjálfarateymi Gróttu
Þjálfarateymi Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar sagði mjög oft við mig að hann myndi taka á sig mistökin sem ég myndi gera
Óskar sagði mjög oft við mig að hann myndi taka á sig mistökin sem ég myndi gera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vann Inkasso-deidlina 2019.
Grótta vann Inkasso-deidlina 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hákon Rafn Valdimarsson steig fram á sjónarsviðið sumarið 2018 þegar hann fékk tækifærið sem aðalmarkvörður Gróttu. Hákon er nítján ára gamall og er á leið til Elfsborg í Svíþjóð.

Sjá einnig:
Stórmót og atvinnumennska - „Það sem ég hef viljað frá því ég byrjaði að æfa"

Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Gróttu árið 2018 og þeir Halldór Árnason og Bjarki Már Ólafsson voru Óskari til aðstoðar. Grótta endaði í 2. sæti 2. deildar sumarið. Fótbolti.net ræddi við Hákon um helgina og spurði hann út í tækifærið sem hann fékk árið 2018.

Fékk sénsinn sextán ára gamall
Hversu mikið hefur þetta tækifæri gert fyrir þig og þinn feril?

„Ég átti fyrst ekki að spila tímabilið 2018 en það sem gerðist var að Jón (Ívan Rivine) sem var númer eitt þá meiddist í fyrsta leik. Þá fékk ég tækifærið, var þá nánast nýbyrjaður í marki og það gekk ekkert það vel fyrstu leikina."

Hefði mögulega hætt í fótbolta
Grótta var með þrjú stig eftir fyrsta leik en náði einungis í átta stig í næstu sjö leikjum.

„Þrátt fyrir gengið í byrjun hélt ég sætinu. Ég er mjög þakklátur fyrir það að Óskar gaf mér traust og fékk ekki einhvern annan markmann og spilaði mér næstum út tímabilið. Ég veit ekki hvort ég hefði haldið áfram í fótbolta ef ég hefði bara verið á bekknum."

Óskar tók á sig mistökin - Skemmtilegasti stíllinn
Það er og var umtalað að Grótta undir stjórn Óskars lagði mikið upp úr því að halda boltanum innan liðsins og tók markvörður liðsins virkan þátt í uppspili liðsins.

Var það skýrt að Óskar tæki það á sig ef mistök kæmu upp úr því að byggja upp spil aftast á vellinum?

„Já, Óskar sagði mjög oft við mig að hann myndi taka á sig mistökin sem ég myndi gera ef ég væri að reyna spila út og það var alveg þægilegt svona fyrst þegar ég var nýbyrjaður að spila."

„En auðvitað er það ekkert honum að kenna ef ég er of lengi að taka ákvörðun og spila ekki á réttan leikmann."


Var gaman að spila þennan stíl af fótbolta?

„Já, mér fannst og finnst ennþá skemmtilegast að spila svona og held að allir í Gróttuliðinu á þeim tíma séu sammála."

Fór á fullt þegar kallið kom frá meistaraflokknum
Þú komst inn á að þú varst nýbyrjaður að æfa mark árið 2018. Hvenær og af hverju byrjaðiru að æfa mark?

„Ég byrjaði í marki fyrir tímabilið 2017, þá var ég bara eitthvað að leika mér. Ég fékk svo boð um að æfa með meistaraflokki og þá þurfti ég að byrja æfa á fullu."

Ætluðu að halda sér uppi en enduðu á að vinna deildina
Förum þá aðeins í tímabilið 2019. Hákon er áfram aðalmarkvörður og liðið er nýliði í næstefstu deild. Hvað markmið fór Grótta með inn í tímabilið?

„Aðalmarkmið okkar var auðvitað bara að halda sér í deildinni þar sem Grótta hafði bara einu sinni haldið sér í deildinni áður. Síðan þegar tímabilið var hálfnað og við vorum í toppbárattu þá var ekkert annað í stöðunni en að stefna upp þótt við tölum ekki neitt um það við horfðum alltaf bara á næsta leik og ætluðum að vinna hann."

„Það kom okkur mjög langt að halda í sama leikstíl og við vorum líka með sama lið nánast og held það hafi verið ein af ástæðunum af hverju þetta gekk svona vel."


Geggjað að vinna deildina með bestu vinunum
Grótta stóð að lokum uppi sem sigurvegari deildarinnar. Hversu gaman var að klára titilinn og fagna með félögunum þessu frábæra afreki?

„Það er held ég bara ein besta upplifun sem ég hef átt og hún kom líka bara undir lok leiks þegar við föttuðum að við höfðum unnið deildina þar sem Fjölnir tapaði sínum leik. Það var geggjað að enda þetta frábæra tímabil með því að vinna deildina með sínum bestu vinum."

Þið fáið mikla athygli þetta sumar, ræddi Óskar við ykkur hvernig þið ættuð að haga ykkur í viðtölum eða ef þið yrðuð gagnrýndir?

„Nei. ég man allavega ekki eftir því. Kannski bara því ég fór ekki í neitt viðtal þetta sumar," sagði Hákon.

Sjá einnig:
Stórmót og atvinnumennska - „Það sem ég hef viljað frá því ég byrjaði að æfa"
Athugasemdir
banner
banner
banner