þri 05. júlí 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Vildi taka við landsliðinu og fór í viðtal, en fékk ekki starfið
Icelandair
Ásmundur á æfingu landsliðsins í gær.
Ásmundur á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási og Steini.
Ási og Steini.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson vildi taka við íslenska kvennalandsliðinu árið 2018 og sóttist hann eftir því.

Ásmundur, sem hafði verið aðstoðarþjálfari liðsins um langt skeið, fór í viðtal hjá KSÍ vegna starfsins en fékk það ekki á endanum. Jón Þór Hauksson fékk starfið.

„Ég taldi mig hafa eitthvað fram að færa þar og sótti um. Ég var boðaður í viðtal og lagði allt mitt á borðið. Ég fékk ekki starfið og þannig er það bara. Að sjálfsögðu er það svekkjandi, en þetta er ekki í manns höndum. Maður sækist eftir einhverju og það hefði verið frábært að fá það tækifæri,” sagði Ási í samtali við Fótbolta.net.

Hannn fór og gerðist aðstoðarþjálfari FH eftir að hann sagði skilið við landsliðið þar sem hann fékk góðan skóla hjá prófessornum, Ólafi Kristjánssyni.

„Maður er alltaf að læra,” segir Ási en þegar hann hugsar til baka er hann ekki viss um það hvort hann hafi verið tilbúinn í landsliðsþjálfarastarfið; hann hafi lært mikið á tíma sínum hjá FH í kjölfarið.

Var ekki lengi að sjá 'já'
Honum var boðið að koma aftur inn í starf aðstoðarþjálfara þegar Þorsteinn Halldórsson tekur við liðinu í fyrra. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um enda eitthvað það skemmtilegasta sem hann gerir að starfa með landsliðinu.

„Ég var ekki lengi að segja já. Ég þurfti bara að fá leyfi frá nokkrum, heima hjá mér og í skólanum (þar sem hann starfar). Hingað er ég kominn og aftur er maður að læra. Núna er ég að læra af Steina, fólkinu í kringum mig og umhverfinu. Ég er líka að fá tækifæri til að deila þekkingu, reynslu eða einhverju öðru sem hjálpar liðinu.”

Hægt er að hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan.
Saga aðstoðarþjálfarans - Frá KF Nörd á Evrópumótið í Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner