Newcastle er í viðræðum við Crystal Palace um kaup á enska miðverðinum Marc Guehi.
Sky Sports greinir frá því að Palace sé þegar búið að hafna einu tilboði frá Newcastlee en félagið ætlar að bjóða betur í þennan 24 ára gamla miðvörð.
Það er mikill áhugi á Guehi en talið er að Newcastle sé eina félagið sem er við borðið sem stendur.
Það er útlit fyrir að liðin nái samkomulagi áður en langt um líður. Talið er að Guehi sé metinn á 60 milljónir punda.
Athugasemdir