mán 05. september 2022 08:59
Elvar Geir Magnússon
Utrecht
Æft á keppnisvellinum í dag fyrir stórleikinn
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu í gær.
Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun er leikdagur þegar íslenska kvennalandsliðið leikur sinn síðasta leik í riðlinum í undankeppni HM, hreinan úrslitaleik gegn Hollandi í Utrecht. Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.

Þó Ísland tapi á morgun verður HM-draumurinn þó enn á lífi en liðið þarf þá að komast í gegnum umspil.

Það er hefðbundin dagskrá hjá Íslandi í dag, æft verður á keppnisvellinum klukkan 15 að íslenskum tíma. Fyrir æfinguna verður fréttamannafundur þar sem Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sitja fyrir svörum.

Snemma í gær flaug liðið yfir til Hollands og liðið æfði á æfingasvæði rétt fyrir utan Utrecht í gær.

Utrecht er falleg borg, fjórða stærsta borg Hollands, og stundum talað um borgina sem minni útgáfu af Amsterdam.

Fótbolti.net er í Utrecht og fréttamannafundurinn í dag verður í beinni textalýsingu auk þess sem fjallað verður um undirbúninginn í máli og myndum á síðunni í dag.

Sjá einnig:
Myndaveisla frá æfingunni í gær
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner