Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. október 2019 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3500 miðar seldir til kvenna í Íran
Mynd: Getty Images
Iran mætir Kambódíu í Tehran á fimmtudag. Kvennréttindi í Íran eru takmörkuð en kvenkyns aðdáendur íranska liðsins hafa keypt 3500 miða á leikinn í undankeppni fyrir HM.

Í Íran hefur konum verið meinaður aðgangur að karlaleikjum síðan árið 1979. Í september lést Sahar Khodayari eftir að hafa kveikt í sér. Sahar ætlaði að komast á knattspyrnuleik en var meinaður aðgangur og kærð í kjölfarið þar sem hún dulbjó sig sem karlmann.

FIFA hefur fengið þau svör frá írönskum yfirvöldum að konur fengju leyfi til þess að mæta á karlaleiki í kjölfar dauða Sahar.

Samkvæmt heimildum BBC seldust miðarnir 3500, sem voru eyrnamerktir kvenkyns stuðningsmönnum, upp á örfáum mínútum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner