banner
   lau 05. október 2019 20:50
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Þrjú mörk og tvö rauð spjöld í sigri AC Mílan á Genoa
Lokaleikur dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni var viðureign Genoa og AC Mílan, þar var boðið uppá mikið fjör.

Heimamenn í Genoa komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lasse Schone.

Þegar seinni hálfleikur var sex mínútna gamall jafnaði Theo Hernandez metin, ekki batnaði staðan fyrir heimamenn á 56. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna. Kessie fór á punktinn og skoraði, kom þar með AC Mílan 1-2 yfir.

Ekki voru skoruð fleiri mörk en AC Mílan menn misstu mann af velli með rautt spjald, það var Davide Calabria. AC Mílan fór upp í 11. sætið með sigrinum.

Fyrr í dag fóru fram tveir leikir, Verona hafði betur gegn Sampdoria 2-0 og Spal sigraði Parma með einu marki gegn engu.

Genoa 1 - 2 Milan
1-0 Lasse Schone ('41 )
1-1 Theo Hernandez ('51 )
1-2 Franck Kessie ('57 , víti)
Rautt spjald: ,Davide Biraschi, Genoa ('56) og
Davide Calabria, Milan ('79)

Verona 2 - 0 Sampdoria
1-0 Marash Kumbulla ('9 )
2-0 Nicola Murru ('81 , sjálfsmark)

Spal 1 - 0 Parma
1-0 Andrea Petagna ('31 )
Rautt spjald:Gabriel Strefezza, Spal ('70)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner