Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern festir kaup á Bouna Sarr (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bouna Sarr er þriðji leikmaðurinn sem FC Bayern kynnir í dag en hann kemur til félagsins úr röðum Marseille fyrir 10 milljónir evra.

Sarr er 28 ára gamall Frakki og skrifar undir fjögurra ára samning við Þýskalands- og Evrópumeistarana.

Sarr er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað á kantinum. Hann er fenginn sem varaskeifa fyrir bakvarðarstöðuna eftir að lán Alvaro Odriozola endaði.

Benjamin Pavard er hægri bakvörður FC Bayern en í hans fjarveru getur Joshua Kimmich leyst stöðuna af hólmi, þó Hansi Flick kjósi að nota hann frekar á miðjunni.

Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, hefur fengið að spreyta sig í hægri bakverðinum á upphafi tímabils en þykir ekki nægilega góður.

Sarr spilaði hátt upp í 200 leiki á fimm árum hjá Marseille en mun núna þurfa að sætta sig við aukahlutverk.

Miðjumaðurinn Michaël Cuisance gæti verið á leið til Marseille en Hansi Flick telur sig ekki hafa not fyrir hann.

Cuisance er 21 árs miðjumaður sem á rúmlega 60 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner