Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. október 2020 07:57
Magnús Már Einarsson
Telles mættur í læknisskoðun hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Alex Telles, vinstri bakvörður Porto, er mættur til Englands til að fara í læknisskoðun hjá Manchester United.

Manchester United hefur átt í viðræðum við Porto undanfarnar vikur og félögin náðu saman um kaupverð í gær.

Kaupverðið ku vera 15,4 milljónir punda með bónusum en Porto hafði áður vonast eftir að fá 22 milljónir punda fyrir leikmanninn

Hinn 27 ára gamli Telles átti innan við ár eftir af samningi hjá Porto og félagið ákvað á endanum að selja.

Telles á einn A-landsleik að baki fyrir Brasilíu og mun líklegast fara beint inn í byrjunarliðið hjá Man Utd, þar sem hann mun berjast við Luke Shaw og Brandon Williams um sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner