Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. október 2022 13:00
Fótbolti.net
Leikmaður ársins í Bestu deild kvenna er...
Lára Kristín Pedersen (Valur)
Lára Kristín Pedersen.
Lára Kristín Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Heimavellinum síðasta sunnudag var það opinberað hvernig lið ársins væri í Bestu deild kvenna, en deildin kláraðist núna um síðustu helgi.

Einnig var það opinberað hver væri leikmaður ársins, efnilegust í deildinni og þjálfari ársins.

Sjá einnig:
Lið ársins í Bestu deild kvenna 2022

Leikmaður ársins að mati Heimavallarins er Lára Kristín Pedersen, leikmaður Vals.

Klárlega er hægt að færa rök fyrir því að Lára sé vanmetnasti leikmaður landsins en hún átti ótrúlega gott tímabil í liði Vals. „Hún er magnaður leikmaður," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum.

„Þú sérð sjaldan svona góðan djúpan miðjumann sem er með svona gríðarlega mikinn leikskilning. Hún er góð í svo mörgu," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og bætti við:

„Ég væri til í að sjá hana í landsliðshóp."

Sjá einnig:
Vanmetnasti leikmaður landsins?
Heimavöllurinn: Besta eftirpartýið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner