Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona með annan pólskan markvörð á blaði
Mynd: EPA
Inaki Pena og Wojciech Szczesny berjast þessa dagana um markvarðarstöðuna hjá Barcelona eftir að Marc Andre Ter-Stegen meiddist alvarlega nú í haust. Pena hefur varið mark liðsins í undanförnum leikjum en nú er Szczesny mættur, hanskarnir komnir af hillunni, og mun hann veita Pena samkeppni.

Barcelona er í dag orðað við annan pólskan markvörð. Það er Marcin Bulka sem er samningsbundinn Nice í Frakklandi.

Bulka er landsliðsmarkvörður Póllands, tók við hlutverkinu af Szczesny þegar hann lagði hanskana á hilluna fyrr á þessu ári.

Bulka kom til Nice frá PSG árið 2021, fyrst á láni og svo alfarið árið 2022. Hann er 25 ára og var á mála hjá Chelsea áður en hann fór til PSG. Áður en hann samdi við Chelsea á sínum tíma fór hann á reynslu hjá Barcelona en skrifaði ekki undir.
Athugasemdir
banner
banner
banner