Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 05. nóvember 2020 11:55
Magnús Már Einarsson
Man Utd sagt vera í viðræðum við Pochettino
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Manchester Evening News greinr frá því að Manchester United hafi haft samband við Mauricio Pochettino með það fyrir augum að fá hann til að taka við stjórnartaumunum af Ole Gunnar Solskjær.

Stjórasæti Solskjær er mjög heitt um þessar mundir en Manchester United hefur einungis unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr í 15. sæti deildarinnar.

2-1 tap á útivelli gegn Istanbul Basaksehir í gær var ekki til að létta pressunni á Solskjær.

Talið er að Solskjær muni missa starfið ef United tapar gegn Everton á útivelli á laugardaginn. Eftir þann leik tekur við tveggja vikna landsleikjahlé.

Manchester Evening News segir að Manchester United hafi rætt við umboðsmenn Pochettino um að taka við. Argentínumaðurinn ku vera spenntur fyrir starfinu en hann var rekinn frá Tottenham fyrir ári síðan og hefur ekki verið í starfi síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner