Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Vetraraðstaðan óboðleg fyrir lið í Bestu deildinni"
'Við verðum dálítið að líta í spegil og spyrja okkur hvort þetta sé raunhæft'
'Við verðum dálítið að líta í spegil og spyrja okkur hvort þetta sé raunhæft'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa okkar fólk og okkar styrktaraðila á bakvið okkur. Án þess væri þetta algjörlega ómögulegt'
'Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa okkar fólk og okkar styrktaraðila á bakvið okkur. Án þess væri þetta algjörlega ómögulegt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það þurfti að snjóhreinsa Kerecis völlinn daginn fyrir leikinn gegn Fylki.
Það þurfti að snjóhreinsa Kerecis völlinn daginn fyrir leikinn gegn Fylki.
Mynd: Aðsend
'Þetta er ótrúlega góður árangur hjá leikmönnum og þjálfurum'
'Þetta er ótrúlega góður árangur hjá leikmönnum og þjálfurum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Davíð bjó til ótrúlega gott lið sem fór upp í fyrra og bjó til gott lið í sumar'
'Davíð bjó til ótrúlega gott lið sem fór upp í fyrra og bjó til gott lið í sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Djogatovic og Davíð Smári fylgdust vel með gangi mála á Greifavellinum í næstsíðustu umferð.
Vladan Djogatovic og Davíð Smári fylgdust vel með gangi mála á Greifavellinum í næstsíðustu umferð.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Úr heimaleik Vestra gegn HK á AVIS vellinum í Laugardal.
Úr heimaleik Vestra gegn HK á AVIS vellinum í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sammi tók til máls á síðasta ársþingi KSí.
Sammi tók til máls á síðasta ársþingi KSí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sætinu í Bestu deildinni 2024 fagnað í fyrra.
Sætinu í Bestu deildinni 2024 fagnað í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við getum ekki seinkað því að koma liðinu saman því að við erum að spila leiki'
'Við getum ekki seinkað því að koma liðinu saman því að við erum að spila leiki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var í sumar í fyrsta sinn í Bestu deildinni í sögu félagsins. Liðið fór upp úr Lengjudeildinni í gegnum umspilið á síðasta tímabili og var í fallbaráttu allt tímabilið í ár.

Í úrslitakeppninni náði Vestri í sjö stig sem reyndist nóg til að halda sér uppi. Liðið tapaði í lokaumferðinni gegn Fylki en það skipti ekki máli þar sem HK tapaði sínum leik á sama tíma og féll á markatölu.

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, gerði upp tímabilið í samtali við Fótbolta.net.

„Ég lít á þetta sem gríðarlega spennandi verkefni sem við fórum í og það tókst gríðarlega vel. Það var stefnt að því að halda liðinu í deildinni og það tókst. Við erum gríðarlega ánægðir með niðurstöðuna þó að tæpt hafi verið," segir Sammi.

„Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni vegna þess að vetraraðstaðan á Ísafirði er algjörlega, þrátt fyrir þennan nýja völl, óboðleg fyrir lið sem er í Bestu deildinni."

Hvað vantar upp á?

„Það vantar upp á fyrir liðið að geta æft fótbolta í janúar, febrúar, mars og apríl á Ísafirði við sómasamlegar aðstæður. Þrátt fyrir að það hafi verið lagðar hitalagnir undir nýja völlinn, þá er enginn hiti á vellinum og hann er þ.a.l. frosinn. Að æfa við svoleiðis aðstæður er bara óboðlegt. Annað hvort verður sveitarfélagið að tryggja að það sé hiti á vellinum, eða það þarf að koma hér knattspyrnuhús. Þetta er ekki bara fyrir meistaraflokksliðin, heldur er þetta fyrir alla iðkendur félagsins. Leikmenn sem eru að koma hingað, þeir horfa í þetta."

Hvernig er með kostnaðinn, hvað kostar að hita upp völlinn?

„Það kostar um milljón á mánuði, við værum því að tala um fjórar milljónir á ári ef við horfum í fyrstu fjóra mánuði ársins. Ef við horfum til Dalvíkur, sem er töluvert minna sveitarfélag en Ísafjarðarbær, þar fær knattspyrnudeildin ákveðna upphæð til að nota í kyndingu á völlinn. Það væri eitthvað sem við gætum sætt okkur við."

„Við gerum okkur grein fyrir því að það er kannski ekki hægt að kynda völlinn allt árið, en við teljum mjög mikilvægt yfir þennan vetrartíma, sérstaklega þegar farið er að vora, að við getum náð að æfa á vellinum og tryggt að við getum spilað tímabilið hérna. Þetta var mjög tæpt í síðasta leik, þar sem það var ekki hiti og, eins og menn kannski sáu í seinni hálfleik, þá voru aðstæður algjörlega óboðlegar. Ég hugsa að ef þetta hefði ekki verið síðasta umferðin, þá er ég ekkert viss um að seinni hálfleikurinn hefði verið flautaður af stað."


Meistaraflokkarnir geta ekki spilað heimaleik á sama degi
Er eitthvað meira heldur en undirhitinn sem vantar upp á að aðstaðan fyrir knattspyrnudeild Vestra sé í toppklassa?

„Við erum með tvo velli, hiti í hvorugum og ekki með knattspyrnuhús. Klúbbhúsið okkar er komið til ára sinnar, einungis tveir búningsklefar í húsinu og því höfum við ekki getað spilað með bæði liðin okkar á heimavelli á sama degi, kvennaliðið hefur alltaf verið sett á útivöll þegar karlaliðið á heimaleiki. Það væri tilvalið að geta verið með fleiri leiki á vellinum yfir daginn; meistaraflokkana, leik hjá Herði og yngri flokkum, en það er ekki hægt út af því það eru bara tveir klefar í húsinu."

„Ef að við ætlum okkur að vera í þessari deild, þá verða hlutirnir að lagast. Þetta var eiginlega kraftaverk hjá þjálfarateyminu og liðinu að fara upp á síðasta ári, og hvað þá að halda sér í þessari deild. Þetta er ótrúlega góður árangur hjá leikmönnum og þjálfurum."


Mikið stress fyrir lokaleikinn
Vestri hélt sér uppi í lokaumferðinni þrátt fyrir tap gegn Fylki. Á sama tíma tapaði samkeppnisaðilinn, HK, stórt á móti KR og féll á verri markatölu.

„Ég hafði svakalega blendnar tilfinningar strax eftir leik. Ég var gríðarlega sáttur að við skildum halda sætinu í deildinni en ótrúlega ósáttur að við skildum tapa leiknum."

„Þessir dagar fyrir leikinn voru gríðarlega stressandi, það var náttúrulega gríðarlega mikið undir fyrir deildina. Þú færð ekkert fyrir að spila í Lengjudeildinni en í Bestu deildinni færðu bæði sjónvarps- og UEFA peninga. Það munar klárlega um það."

„Við höfðum miklar áhyggjur, af því spáin var svolítið að rokka, hvort við gætum spilað leikinn á heimavelli."


Var eitthvað varaplan?

„Við vorum í raun ekki með neitt varaplan vegna þess að langtímaspáin sýndi að við gætum sennilega alltaf spilað leikinn en að aðstæðurnar yrðu ekkert upp á tíu. Degi fyrir leik tók að kyngja niður snjó en sem betur fer var ekki frost. Ef það hefði fryst þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að leikurinn hefði farið fram á Ísafirði, það hefði bara verið hættulegt fyrir leikmenn."

„Er raunhæft að halda liði eins og Vestra í efstu deild?"
Hvernig skynjar Sammi stemninguna í bæjarfélaginu, vilja Ísfirðingar hafa Vestra í efstu deild? Spurningin kemur út frá aðstöðuleysinu.

„Allir þeir sem fylgjast með fótbolta og allir sem styðja Vestra, hvort sem þeir eru búsettir hér eða annars staðar, vilja klárlega hafa Vestra í efstu deild, vegna þess að þetta var frábært ár. Þetta var frábært sumar og ég held að allir sem komu að liðinu, styrktaraðilar og aðrir stuðningsmenn, nutu þess að horfa á liðið í efstu deild."

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa okkar fólk og okkar styrktaraðila á bakvið okkur. Án þess væri þetta algjörlega ómögulegt."

„Við verðum dálítið að líta í spegil og spyrja okkur hvort þetta sé raunhæft. Er raunhæft að halda liði eins og Vestra í efstu deild? Við erum langt á eftir hvað aðstöðu varðar og veturnir hérna eru þungir."

„Davíð bjó til ótrúlega gott lið sem fór upp í fyrra og bjó til gott lið í sumar. Menn hafa verið að hafa orð á því að við séum að missa Íslendinga núna, það er svo sem rétt, en við erum líka að horfa í það að liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni á gríðarlegri liðsheild númer eitt, tvö og þrjú, var eingöngu með 3-4 Íslendinga í mjög stóru hlutverki. Ég vil meina að það sé hægt að búa til gott lið burtséð frá því frá hvaða landi menn eru. Að sjálfsögðu kjósum við að hafa sem flesta heimamenn og Íslendinga, en við eigum lengra í land með að fá Íslendinga vestur á firði. Þeir sem prófa það, þeim líkar það yfirleitt mjög vel, en svo eru margir sem þora ekki að taka skrefið."


Erfitt að þurfa að ferðast líka í heimaleikina
Vestri fékk gervigras á æfingavöllinn sinn síðasta vetur og átti að leggja gervigras á keppnisvöllinn líka fyrir tímabilið en það dróst á langinn og fyrtu heimaleikirnir gátu ekki farið fram á Ísafirði.

Hvernig var að glíma við það að þurfa að spila fyrstu heimaleikina í Reykjavík?

„Þetta var bölvað vesen, það var búið að telja okkur trú um að við gætum alltaf spilað fyrsta heimaleikinn okkar heima og við gerðum okkar fjárhagsáætlun út frá því. Fyrir utan vinnuna að þurfa að skipuleggja ferðalög í heimaleiki og leigja völl í Reykjavík þá var þetta bara erfitt, erfitt fyrir liðið. Það er nógu erfitt að þurfa að ferðast í útileiki og hvað þá að þurfa að ferðast í heimaleikina líka," segir Sammi. Hann og Vestramenn eru Þrótturum ævinlega þakklátir fyrir að hafa lánað þeim AVIS völlinn.

„Við drógumst gegn KA á útivelli í bikarnum þannig að á einni viku spiluðum við heimaleik gegn Víkingi í Reykjavík, fórum til Akureyrar í miðri viku og spiluðum svo við ÍA á útivelli. Það var stuttur fyrirvari sem við fengum með Víkingsleikinn þannig að við fengum ekki það flug sem við vildum fyrir þann leik, þurftum því að keyra í alla þessa leiki. Það tók toll, það tekur orku af leikmönnum að ferðast svona mikið og við vorum óheppnir með meiðsli fyrri hluta tímabilsins. Meiðslin voru þó ekki bara út af ferðalögum, Fatai rifbeinsbrotnar og Eiður fótbrotnar, en við vorum líka að lenda í tognunum sem hægt er að skrifa af hluta til á löng og erfið ferðalög."

Hversu mikið setti það Vestra til baka fjárhagslega að þurfa að spila fyrstu þrjá heimaleikina í Reykjavík?

„Þetta eru kannski ekki neinar risaupphæðir, en þetta er yfir milljón á hvern leik. Þetta kostar kannski í heildina um fjórar milljónir, það voru peningar sem við gerðum ekki ráð fyrir að eyða í heimaleikina okkar."

Skoðuðu að spila á Dalvík
Af hverju spiluðuð þið í Reykjavík? Var skoðað að spila t.d. á Akureyri eða í Ólafsvík?

„Við skoðuðum að spila á Dalvík. Hugmyndin var þá að gera liðunum sem við vorum að fara mæta ekki auðvelt fyrir, þurfa að ferðast í leikinn. En það er gríðarlega mikið af brottfluttum Vestfirðingum á höfuðborgarsvæðinu og þegar við vorum búnir að skoða allt þá var billegra að spila í Reykjavík. Við gerðum ráð fyrir því að fá fleira fólk á leikina okkar í Reykjavík heldur en á Akureyri eða Dalvík."

Vilja að hópurinn geti komið saman á Ísafirði í janúar
Í upphafi viðtals fór Sammi fyrir aðstöðumálin, Vestri vill vera búið að móta hópinn sinn i janúar og að liðið geti þá byrjað að æfa á Ísafirði.

„Það er það sem við horfum í. Liðið kom saman í janúar á þessu ári, en við gátum bara ekki æft eins og við vildum gera. Stefnan er að liðið komi aftur saman í janúar núna á næsta ári. Þrátt fyrir að geta ekki alltaf æft, sem er auðvitað gríðarlega stór hluti, þá munar um að við erum að spila undirbúningsleiki; spiluðum í Þungavigtarbikarnum á síðasta undirbúningstímabili og svo er Lengjubikarinn. Við getum ekki seinkað því að koma liðinu saman því að við erum að spila leiki. Hver leikur og hver æfing nýtist okkur klárlega. Við tókum frábæra æfingaferð til Tenerife síðasta vetur sem nýttist okkur mjög vel."

„Það væri ákjósanlegt að við gætum æft hér á Ísafirði eins og liðin sem við erum í samkeppni við. Það brenglar þetta svolítið hjá okkur að geta lítið æft út af aðstöðunni,"
segir Sammi.
Athugasemdir
banner