Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   fim 05. desember 2019 22:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Sama sagan hjá Arsenal - Flottur sigur hjá Brighton
Arsenal 1 - 2 Brighton
0-1 Adam Webster ('37 )
1-1 Alexandre Lacazette ('50 )
1-2 Neal Maupay ('80 )

Arsenal tók á móti Brighton í lokaleik 15. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Það var Adam Webster sem skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar hann skoraði með skoti úr teignum. Boltinn hrökk frá Aaron Connolly í teignum og Webster var fyrstur til og skoraði.

Mathew Ryan var frábær í fyrri hálfeiknum í marki Brighton og varði í tvígang frábærlega frá leikmönnum Arsenal. Ryan var ástæðan fyrir því að staðan hélst 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Á 5. mínútu seinni hálfleiks jafnaði Arsenal metin þegar Alexandre Lacazette skoraði með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Korteri seinna skoraði David Luiz eftir aukaspyrnu Özil, ekkert flagg fór á loft en VAR dæmdi markið réttilega af.

Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Neal Maupay mark eftir frábæra fyrirgjöf Aaron Mooy, flottur skalli frá Maupay.

Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma varði Ryan aftur stórkostlega og nú var það skalli frá Gabriel Martinelli, Ryan var fljótur á fjærstöngina og kom í veg fyrir að boltinn færi í netið.

Arsenal tókst ekki að jafna leikinn og því sjö leikir án sigurs í deildinni og níu leikir alls í öllum keppnum. Brighton er stigi á eftir Arsenal í deildinni eftir sigurinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner