Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
banner
   fim 05. desember 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ljungberg ætlar að ræða málin við Pepe
Freddie Ljungberg, bráðabirgðastjóri Arsenal, ætlar að spjalla við Nicolas Pepe sem hefur átt í vandræðum með að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal borgaði 72 milljónir punda til að lokka Pepe frá Lille í sumar en Fílabeinsstrendingurinn hefur ekki náð að sýna stöðugleika.

Hann hefur ekki byrjað í síðustu fjórum leikjum Arsenal.

Ljungberg segist þó hafa trú á því að Pepe muni finna sig hjá Arsenal.

„ Nicolas er virkilega góður leikmaður. Stundum þurfa leikmenn sem koma úr ólíkum deildum tíma til að aðlagast, innan sem utan vallar," segir Ljungberg.

„Ég ætla að spjalla við Nicolas. Við munum ræða um hvað honum finnst um hlutina. Hann er mikilvægur leikmaður. Hann er í nýju landi og í nýjum leikstíl. Ég mun ræða við hann um væntingar mínar."

Arsenal hefur ekki unnið leik í ensku úrvalsdeildinni síðan snemma í október, 1-0 gegn Bournemouth. Liðið mætir Brighton á fimmtudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner