Sóknarmaðurinn efnilegi Benoný Breki Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun ganga frá samningi við Gautaborg. Þetta herma heimildir Fótbolta.net, en sænska félagið er að kaupa hann frá KR.
Fyrst var fjallað um áhuga Gautaborgar þann 10. nóvember og síðan þá hefur Benoný leikið vel með U19 í undankeppni Evrópumótsins.
Þessi 18 ára gamli leikmaður gekk í raðir KR frá Bologna á Ítalíu fyrir tímabilið sem var að klárast fyrir stuttu. Hann skoraði níu mörk í Bestu deildinni fyrir KR í sumar og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína.
Gautaborg hafnaði í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en fyrir eru þar tveir Íslendingar, þeir Adam Ingi Benediktsson og Kolbeinn Þórðarson.
Athugasemdir