Benoný Breki Andrésson, framherji KR, er sterklega orðaður við sænska félagið Gautaborg. Sigurður Gísli, einn af sérfræðingum Dr. Football, fullyrti í færslu á X á laugardag að Benoný myndi skrifa undir samning við sænska félagið eftir helgi.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er samkomulag milli félaganna mjög nálægt því að vera í höfn. Benoný þarf svo að semja við sænska félagið og standast læknisskoðun áður en skiptin geta gengið í gegn.
Fyrst var fjallað um áhuga Gautaborgar þann 10. nóvember og síðan þá hefur Benoný leikið með U19 í undankeppni EM og skoraði þar tvö mörk í þremur leikjum.
Hann er 18 ára framherji sem skoraði níu mörk í Bestu deildinni í sumar, þar af fimm í úrslitakeppninni.
Benóny Breki skrifar undir hjá Gautaborg eftir helgi allt klappað og klárt #HeimavinnaGaflarans pic.twitter.com/hVaGSD1kSe
— Sigur?ur Gísli (@SigurdurGisli) November 25, 2023
Athugasemdir