Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 27. nóvember 2023 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samkomulag milli KR og Gautaborgar nálgast
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Benoný Breki Andrésson, framherji KR, er sterklega orðaður við sænska félagið Gautaborg. Sigurður Gísli, einn af sérfræðingum Dr. Football, fullyrti í færslu á X á laugardag að Benoný myndi skrifa undir samning við sænska félagið eftir helgi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er samkomulag milli félaganna mjög nálægt því að vera í höfn. Benoný þarf svo að semja við sænska félagið og standast læknisskoðun áður en skiptin geta gengið í gegn.

Fyrst var fjallað um áhuga Gautaborgar þann 10. nóvember og síðan þá hefur Benoný leikið með U19 í undankeppni EM og skoraði þar tvö mörk í þremur leikjum.

Hann er 18 ára framherji sem skoraði níu mörk í Bestu deildinni í sumar, þar af fimm í úrslitakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner