Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   fim 05. desember 2024 17:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Þriðja sala Vestra á árinu
Benedikt Waren.
Benedikt Waren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tarik Ibrahimagic.
Tarik Ibrahimagic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur á árinu 2024 selt frá sér þrjá leikmenn. Það er ekki svo algengt að íslensk félög selji leikmenn og í tilfelli Vestra er það mjög sjaldgæft - eða var það öllu heldur. Vestri var á sínu fyrsta tímabili í efstu deild í ár og hélt sér uppi í Bestu deildinni.

Fyrsta salan átti sér stað áður en tímabilið hófst en þá seldi félagið Andreas Söndergaard til danska félagsins Hobro. Vestri tilkynnti um komu Söndergaard í október í fyrra en seint í janúar var svo sagt frá því að Hobro hefði áhuga og það endaði með því að sá danski spilaði aldrei með Vestra.

Tarik Ibrahimagic var næstur en hann spilaði virkilega vel með Vestra seinni hluta síðasta tímabils og fyrri hluta mótsins í ár. Víkingur og Valur vildu fá hann, virkjuðu riftunarákvæði í samningi hans og danski miðjumaðurinn endaði á því að semja við Víking þar sem hann hélt áfram að spila vel.

Sá þriðji var svo Benedikt V. Warén sem í gær var tilkynntur sem leikmaður Stjörnunnar. Benedikt var einn allra besti leikmaður Vestra á tímabiliu, ef ekki hreinlega sá besti, og vakti athygli toppliðanna. Breiðablik hafði ahuga á kappanum og hann var einnig orðaður við Val en þar lék hann fram í 3. flokk.

Alls má ætla að Vestri hafi fengið á bilinu 16-20 milljónir fyrir þessa þrjá leikmenn.
Athugasemdir
banner