Knattspyrnudeild Víkings og Vestri hafa náð samkomulagi um kaup Víkings á Tarik Ibrahimagic og í dag skrifaði Tarik undir samning við Víking út leiktíðina 2026.
Vestri sagði frá því fyrr í dag að leikmaðurinn hefði verið seldur og núna hefur Víkingur staðfest kaup á honum.
Tarik er 23 ára danskur miðjumaður sem gekk í raðir Vestra síðasta sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni.
Vestri sagði frá því fyrr í dag að leikmaðurinn hefði verið seldur og núna hefur Víkingur staðfest kaup á honum.
Tarik er 23 ára danskur miðjumaður sem gekk í raðir Vestra síðasta sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni.
Hann var algjör lykilmaður hjá Vestra og vildi félagið ekki missa hann, en það gat ekkert gert þegar klásúla í samningi hans var virkjuð og tækifæri til að spila með toppliðinu stóð til boða. Hann var samningsbundinn Vestra út tímabilið.
„Tarik er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og við erum gríðarlega ánægð að fá hann hingað til okkar í Hamingjuna. Hann hefur mikil gæði sem knattspyrnumaður og hugarfar hans smellpassar við hugmyndafræði okkar hér í Víkinni," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Víkingur er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar en liðið er einnig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir