Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benedikt Warén í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Stjarnan tilkynnti rétt í þessu að félagið væri búið að ganga frá kaupum á Benedikt V. Warén en hann kemur frá Vestra. Stjarnan hafði síðustu vikur reynt að krækja í Benedikt og var fjallað um það í síðasta mánuði að Vestri hefði hafnað tveimur tilboðum frá Stjörnunni. Breiðablik hafði sömuleiðis áhuga á Benedikt og Valur var einnig sagt hafa áhuga.

Benedikt er 23 ára kantmaður sem var hjá Val fram í 3. flokk þegar hann skipti yfir í Breiðablik. Í meistaraflokki hefur hann leikið með Blikum, ÍA og Vestra. Á liðnu tímabili skoraði hann fimm mörk og lagði upp átta í Bestu deildinni og var einn af lykilmönnum Vestra sem hélt sér uppi í efstu deild.

„Við hlökkum mikið til þess að sjá hann á Samsungvelli og trúum ekki öðru en að Silfurskeiðin og okkar stuðningsfólk taki vel á móti honum á næsta tímabili!," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

„Hann kom fyrst til Vestra á láni í Lengjudeildina um mitt sumar 2021, þá 19 ára. Hann var síðar kjörinn efnilegasti leikmaður tímabilsins það ár hjá Vestra. Sumarið 2022 er hann á láni hjá ÍA í efstu deild. Fyrir tímabilið 2023 kaupir Vestri Benedikt af Breiðablik og semur við hann til þriggja ára. Hann á stóran þátt í því að koma Vestra upp í efstu deild í fyrra, ásamt því að hjálpa okkur að halda sæti okkar í deild þeirra bestu nú fyrir stuttu.

Stjórn knattspyrnudeildar Vestra þakkar Benedikt kærlega fyrir samstarfið. Benedikt er fyrirmynd bæði innan sem utan vallar og vonandi öðrum leikmönnum hvatning að koma út á land,"
segir í tilkynningu Vestra.

Athugasemdir
banner
banner