Í vetur fékk Vestri til sín danska markvörðinn Andreas Söndergaard. Söndergaard er 23 ára og hefur m.a. verið á mála hjá Wolves og Swansea á sínum ferli. Málin hafa þróast þannig að hann verður ekki með Vestra í sumar.
Ástæðan fyrir því er að danskt félag vill fá Söndergaard í sínar raðir og vildi Vestri ekki standa í vegi fyrir Söndergaard að fá tækifæri til að spila á háu stigi í heimalandinu.
„Andreas Søndergaard hefur yfirgefið Vestra, en leikmaðurinn samdi í nóvember. Andreas bauðst tækifæri til þess að ganga til liðs við flott lið í Danmörku og var erfitt fyrir félagið að standa í vegi fyrir honum. Knattspyrnudeild Vestra óskar Andreas góðs gengis í nýju verkefni og velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningu Vestra.
Vestri hefur nú þegar hafið leit að markverði fyrir átökin í sumar.
Athugasemdir