Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino fékk ekki draumabyrjun með PSG
Mynd: Getty Images
Argentíski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino fékk ekki draumabyrjun með Paris Saint-Germain í kvöld.

Pochettino, sem er fyrrum stjóri Tottenham, tók við PSG á dögunum eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Pochettino spilaði með PSG sem leikmaður og tók því fagnandi að fá þetta tækifæri.

Í fyrsta leik Pochettino sem stjóra, þá heimsótti Parísarliðið St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Neymar er á meiðslalistanum en Kylian Mbappe byrjaði. Það voru heimamenn í St. Etienne sem komust yfir á 19. mínútu, en Moise Kean jafnaði fyrir PSG þremur mínútum síðar.

PSG komst hins vegar ekki lengra og lokatölur 1-1. Liðið er í öðru sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Lyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner