Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 06. janúar 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar formlegar viðræður átt sér stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaj Leo í Bartalsstovu er samningslaus eftir að samningur hans við Val rann út eftir síðasta tímabil. Kaj gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 og var í stóru hlutverki þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2020, kom við sögu í 17 af 18 deildarleikjum liðsins.

Á liðnu tímabili kom hann við sögu í 15 af 22 leikjum liðsins í deildinni og skoraði þrjú mörk.

Kaj er þrítugur Færeyingur sem spilar oftast á kantinum. Hann lék með FH og ÍBV áður en hann gekk í raðir Vals.

Fótbolti.net ræddi við Kaj í gær um stöðu mála.

„Mér fannst nokkuð ljóst að ég væri ekki að fara framlengja við Val þegar liðið átti slæman kafla og ég fékk ekki tækifæri til að byrja leik," sagði Kaj Leo.

„Auðvitað ertu ekki sáttur þegar þú færð ekki að sýna það sem þú telur þig hafa fram að færa, heldur færð bara tíu mínútur eða korter. Þrátt fyrir þann kafla á síðasta tímabili er ég ánægður með tímann minn hjá Val, fannst dásamlegt að vera hluti af félaginu og óska fólki þar alls hins besta í framtíðinni."

Hefuru fengið tilboð frá mörgum íslenskum félögum?

„Ég hef rætt við nokkur lið á Íslandi en hingað til hafa engar formlegar viðræður átt sér stað."

Ertu eingöngu að horfa til félaga í efstu deild?

„Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum. Af því sögðu þá finnst mér ég hafa mikið fram að færa og vill helst spila í efstu deild. Ég er að æfa vel og klár í leggja mikið á mig til að ná að sýna mínar bestu hliðar eftir vonbrigðatímabil. Mig langar líka að komast aftur í landsliðið."

Að lokum, þú varst orðaður við Keflavík í Dr. Football á dögunum. Eru líkur á því að þú endir þar?

„Ég vil ekki tjá mig um einstaka félög. Ég læt umboðsmanninn sjá um það," sagði Kaj Leo að lokum.
Athugasemdir
banner
banner