Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Hefðum ekki átt skilið að tapa
Ancelotti á Old Trafford í kvöld.
Ancelotti á Old Trafford í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Við hefðum ekki átt skilið að tapa þessum leik," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir 3-3 jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man Utd leiddi 2-0 í hálfleik en Everton jafnaði í 2-2 snemma í síðari hálfleik. Man Utd tók aftur forystuna en Everton jafnaði svo á síðustu stundu leiksins.

„Við fengum tækifæri með skyndisóknum í fyrri hálfleik en nýttum þær ekki nægilega vel."

„Manchester United eru mjög sterkir á miðsvæðinu. Hugmyndin var að setja einn leikmann til viðbótar þar. Rodriguez er meiddur í kálfanu; hann gat spilað en ekki allan leikinn. Hann skoraði frábært mark og ég tók hann út af til að forðast vandamál."

„Ég er mjög stoltur. Andinn í liðinu er mjög góður. Við erum á fínu skriði og verðum að halda andanum góðum. Við sýndum í stöðunni 3-2 að við vildum ekki tapa."
Athugasemdir
banner
banner
banner