Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   mán 06. febrúar 2023 15:40
Elvar Geir Magnússon
Corberan líklegastur sem næsti stjóri Leeds - Bráðabirgðateymi á Old Trafford
Samkvæmt veðbönkum er Spánverjinn Carlos Corberan líklegastur sem næsti stjóri Leeds. Corberan er fyrrum stjóri Huddersfield og heldur nú um stjórnartaumana hjá West Bromwich Albion.

Corberan var í þjálfarateymi Leeds 2017-2020 og stýrði varaliði félagsins. Hann var ráðinn til félagsins eftir að Marcelo Bielsa tók við.

Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var rekinn frá Leeds í dag og BBC segir að Leeds sé að leggja lokahönd á að setja saman bráðabirgðateymi sem stýri liðinu gegn Manchester United á Old Trafford á miðvikudag.

Jesse Marsch yfirgefur Leeds með næst lægsta sigurhlutfall af stjórum félagsins í úrvalsdeildinni. Hann var í starfinu í innan við ár. Leeds tapaði fyrir Nottingham Forest í gær og er markatölunni frá því að vera í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Næstu sex leikir Leeds:
8. febrúar - Man Utd (ú)
12. febrúar - Man Utd (h)
18. febrúar - Everton (ú)
25. febrúar - Southampton (h)
28. febrúar - Fulham eða Sunderland (ú) FA bikarinn
4. mars - Chelsea (ú)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner