Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. febrúar 2023 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jesse Marsch rekinn frá Leeds (Staðfest)
Jesse Marsch.
Jesse Marsch.
Mynd: EPA
Leeds United hefur staðfest það að félagið sé búið að reka bandaríska stjórann Jesse Marsch úr starfi. Félagið ákvað þetta út af slæmum úrslitum liðsins upp á síðkastið.

Leeds tapaði gegn Nottingham Forest í gær, 1-0, þrátt fyrir að hafa verið mikið sterkari aðilinn í leiknum. Leeds er núna í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig úr 20 leikjum.

„Við óskum Jesse og hans teymi góðs gengis í framtíðinni," segir í yfirlýsingu Leeds.

Marsch tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Hann rétt náði að bjarga liðinu frá falli úr deildinni.

Marsch, sem er 49 ára gamall, entist í starfinu hjá Leeds í rétt tæplega ár.

Framundan hjá Leeds eru tveir leikir gegn Manchester United en félagið segist vera að vinna í því núna að ráða nýjan stjóra.
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner