Garth Crooks, fótboltasérfræðingur BBC, er búinn að velja lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni líkt og hann gerir eftir hverja umferð deildartímabilsins. Það er mikið af nýjum leikmönnum í liði vikunnar eftir að titilbaráttulið Arsenal og Manchester City töpuðu sínum leikjum.
Markvörður: David de Gea (Man Utd) - Bjargaði þremur stigum fyrir Rauðu djöflana gegn Crystal Palace með frábærri frammistöðu um helgina.
Miðvörður: James Tarkowski (Everton) - Átti magnaðan leik gegn Eddie Nketiah og félögum í Arsenal. Hann kórónaði frammistöðuna með sigurmarki.
Miðvörður: Craig Dawson (Wolves) - Einn af bestu leikmönnum Wolves í frægum 3-0 sigri gegn Liverpool.
Hægri vængbakvörður: Emerson Royal (Tottenham) - Virkilega öflugur á hægri vængnum gegn sprækum Jack Grealish. Emerson seldi sig aldrei og leit út fyrir að vera leikmaður í heimsklassa, eitthvað sem getur verið þveröfugt á öðrum degi.
Miðjumaður: Amadou Onana (Everton) - Mögulega hæfileikaríkasti leikmaður innan herbúða Everton og var hann afburðagóður þegar topplið Arsenal kíkti í heimsókn um helgina. Onana var frábær og átti stóran þátt í sigrinum með vinnuseminni og gæðunum sem hann sýndi á miðjum vellinum.
Athugasemdir