Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Liverpool rúllaði yfir Tottenham og er komið í úrslit
Liverpool er komið í úrslit
Liverpool er komið í úrslit
Mynd: EPA
Richarlison og Van Dijk börðust hart áður en Richarlison þurfti að fara af velli vegna meiðsla
Richarlison og Van Dijk börðust hart áður en Richarlison þurfti að fara af velli vegna meiðsla
Mynd: EPA
Liverpool 4 - 0 Tottenham
1-0 Cody Gakpo ('34 )
2-0 Mohamed Salah ('51 , víti)
3-0 Dominik Szoboszlai ('75 )
4-0 Virgil van Dijk ('80 )

Ríkjandi deildabikarmeistararnir í Liverpool eru komnir í úrslit í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir öruggan sigur á Tottenham á Anfield í kvöld. Liverpool var marki undir í einvíginu fyrir leikinn eftir tap í Lundúnum.

Liverpool var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Það var nóg að gera hjá Antonín Kinsky í marki Tottenham en hann varði oft virkilega vel. Virgil van Dijk var mögulega heppinn að sleppa við spjald þegar hann gaf Richarlison olnbogaskot snemma leiks.

Dominik Szobozlai kom boltanum loksins í netið en hann var dæmdur rangstæður. Stuttu síðar skoraði Cody Gakpo með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Mohamed Salah og í þetta sinn stóð markið og Liverpool búið að jafna einvígið.

Eftir góðan fyrri hálfleik gerði Kinsky slæm mistök snemma í seinni hálfleik þegar hann braut á Darwin Nunez inn í teignum og vítaspyrna dæmd. Salah steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Yfirburðir Liverpool héldu áfram í seinni hálfleik. Dominik Szoboszlai fór langt með að tryggja Liverpool sigurinn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Van Dijk innsiglaði sigur liðsins þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Alexis Mac Allister. Liverpool mætir Newcastle í úrslitum eftir sigur Newcastle gegn Arsenal í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram 16. mars á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner