Liverpool 4 - 0 Tottenham
1-0 Cody Gakpo ('34 )
2-0 Mohamed Salah ('51 , víti)
3-0 Dominik Szoboszlai ('75 )
4-0 Virgil van Dijk ('80 )
1-0 Cody Gakpo ('34 )
2-0 Mohamed Salah ('51 , víti)
3-0 Dominik Szoboszlai ('75 )
4-0 Virgil van Dijk ('80 )
Ríkjandi deildabikarmeistararnir í Liverpool eru komnir í úrslit í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir öruggan sigur á Tottenham á Anfield í kvöld. Liverpool var marki undir í einvíginu fyrir leikinn eftir tap í Lundúnum.
Liverpool var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Það var nóg að gera hjá Antonín Kinsky í marki Tottenham en hann varði oft virkilega vel. Virgil van Dijk var mögulega heppinn að sleppa við spjald þegar hann gaf Richarlison olnbogaskot snemma leiks.
Dominik Szobozlai kom boltanum loksins í netið en hann var dæmdur rangstæður. Stuttu síðar skoraði Cody Gakpo með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Mohamed Salah og í þetta sinn stóð markið og Liverpool búið að jafna einvígið.
Eftir góðan fyrri hálfleik gerði Kinsky slæm mistök snemma í seinni hálfleik þegar hann braut á Darwin Nunez inn í teignum og vítaspyrna dæmd. Salah steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Yfirburðir Liverpool héldu áfram í seinni hálfleik. Dominik Szoboszlai fór langt með að tryggja Liverpool sigurinn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Van Dijk innsiglaði sigur liðsins þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Alexis Mac Allister. Liverpool mætir Newcastle í úrslitum eftir sigur Newcastle gegn Arsenal í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram 16. mars á Wembley.
Athugasemdir