Hinn 15 ára gamli Jeremy Monga verður í hópnum gegn Manchester United í FA-bikarnum á morgun.
Þetta staðfestir Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester.
Þetta staðfestir Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester.
Monga hefur þrátt fyrir ungan aldur verið að gera flotta hluti með U21 liði Leicester og hann gæti spilað sinn fyrsta leik með aðalliðinu á Old Trafford.
Monga þykir gríðarlega spennandi leikmaður en hann spilar framarlega á vellinum.
Jake Evans, sem er 16 ára, verður líka í hópnum hjá Leicester annað kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá flott mark sem Monga skoraði með U21 liði Leicester.
More magic from Jeremy Monga ???? pic.twitter.com/G56kekaodq
— Leicester City (@LCFC) February 4, 2025
Athugasemdir