Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur samið við kanadíska félagið Halifax Tides FC.
Gunnhildur á ættir sínar að rekja til Halifax en frænka hennar, Gunnhildur Sif Gylfadóttir lék með háskólaliðinu á staðnum á sínum tíma en hún lést í bílslysi á leiðinni á flugvöllinn í Halifax þar sem hún var á leiðinni í sitt fyrsta landsliðsverkefni með kanadíska landsliðinu en hún var uppalin í Kanada.
Mót sem ber nafnið Gunn Baldursson Memorial Tournament hefur verið haldið í minningu hennar og þá hefur númerið hennar verið hætt í notkun hjá skólaliðinu.
Gunnhildur Yrsa eignaðist strák með eginkonu sinni, Erin McLeod í október í fyrra en þær sameinast í Halifax þar sem Erin skrifaði undir samning við félagið í fyrra.
Gunnhildur er uppalin hjá Stjörnunni og lék þar nær allan sinn feril hér á landi fyrir utan eitt sumar hjá Val.
Athugasemdir