Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fim 06. febrúar 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Raunveruleikinn ekki alltaf eins og maður óskar sér“
Ruud van Nistelrooy stjóri Leicester segist ekki hafa verið hissa á skorti á getu félagsins til að styrkja leikmannahópinn í janúarglugganum.

Leicester, sem er í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar, þurfti að stíga varlega til jarðar í glugganum vegna fjárhagsreglna um hagnað og sjálfbærni.

Varnarmaðurinn Woyo Coulibaly var keyptur frá Parma á 3 milljónir punda og var eini leikmaðurinn sem Leicester fékk í janúar.

„Raunveruleikinn er ekki alltaf eins og maður óskar sér. Þetta kemur mér ekkert á óvart, ég var upplýstur og látinn vita af öllu sem átti sér stað," segir Van Nistelrooy sem vonaðist eftir því að fá möguleika á að styrkja hóp sinn.

„Það voru ákveðnar hugmyndir í gangi en svo komu tölurnar á borðið. Við þurftum að endurskoða hlutina og vinna innan ákveðins ramma."

Leicester heimsækir Manchester United á morgun í bikarnum og er fimmtán ára leikmaður í hópnum hjá Leicester.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner