Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 06. mars 2022 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: 50 milljón króna Galdur og Woo skoruðu í Boganum
Ásgeir Galdur skoraði fyrir Blika
Ásgeir Galdur skoraði fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 1 - 2 Breiðablik
0-1 Sölvi Snær Guðbjargarson ('34 )
0-2 Ásgeir Galdur Guðmundsson ('52 )
1-2 Je-Wook Woo ('65 )

Breiðablik vann þriðja leik sinn í A-deild Lengjubikarsins í dag er liðið lagði Þór, 2-1, í Boganum.

Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir á 34. mínútu leiksins og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Hinn ungi og efnilegi Ásgeir Galdur Guðmundsson kom inná sem varamaður og gerði annað mark Blika á 52. mínútu en þessi frambærilegi leikmaður gengur til liðs við danska félagið FCK í sumar og var keyptur fyrir 50 milljónir króna, sem gerir hann einn dýrasta leikmann sem hefur verið seldur frá Íslandi.

Suður-Kóreumaðurinn, Je-Wook Woo klóraði í bakkann fyrir Þórsara á 65. mínútu.

2-1 sigur Breiðabliks staðreynd og liðið með þrjá sigra af þremur mögulegum og situr í 2. sæti riðils 4 með 9 stig en Þórsarar aðeins með tvö stig úr fjórum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner