Benjamín Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, er þessa dagana á reynslu hjá AGF í Danmörku.
Benjamín æfir með U17 liði AGF og spilaði æfingaleik í gær þar sem hann skoraði mark.
Hann er fæddur árið 2010 og lék með 4., 3. og 2. flokki Stjörnunnar síðasta sumar. Benjamín getur bæði spilað á miðju og kanti.
Hann á að baki þrjá leiki með U15 og hefur verið í æfingahóp liðsins í vetur. Í leikjunum þremur hefur hann skorað tvö mörk; eitt gegn Búlgaríu og eitt gegn Wales í leikjum sem íslenska liðið vann á UEFA móti í október í fyrra.
Benjamín æfir með U17 liði AGF og spilaði æfingaleik í gær þar sem hann skoraði mark.
Hann er fæddur árið 2010 og lék með 4., 3. og 2. flokki Stjörnunnar síðasta sumar. Benjamín getur bæði spilað á miðju og kanti.
Hann á að baki þrjá leiki með U15 og hefur verið í æfingahóp liðsins í vetur. Í leikjunum þremur hefur hann skorað tvö mörk; eitt gegn Búlgaríu og eitt gegn Wales í leikjum sem íslenska liðið vann á UEFA móti í október í fyrra.
AGF er eitt af toppliðunum í dönsku Superliga. Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson er lykilmaður í liðinu.
Hjá AGF, sem e? í Árósum, eru fjórir aðrir Íslendingar. Leikmennirnir eru þrí, þeir Tómas Óli Kristjánsson (2008 frá Stjörnunni), Sölvi Stefánsson (2007 frá Víkingi) og Kristian Þór Hjaltason (2008). Þá er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Ragnar Sigurðsson þjálfari U17 liðsins.
Athugasemdir