Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 14. júní 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM félagsliða í dag - Fjörið byrjar í kvöld
Mynd: EPA
HM félagsliða fer af stað í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið að sumri til og er töluvert veglegra en það hefur verið áður, en sigurvegarinn fær 100 milljónir punda í vasann.

Opnunarleikurinn hefst á miðnætti en stjörnum prýtt lið Inter Miami frá Bandaríkjunum mætir Al Ahly Cairo frá Egyptalandi.

Barcelona mennirnir fyrrverandi Lionel Messi, Jordi Alba, Sergio Busquets og Luis Suarez eru meðal leikmanna liðsins. Þá er Javier Mascherano þjálfari liðsins.

Leikur dagsins:

Laugardagur (Aðfaranótt sunnudags):
00:00 Al Ahly Cairo - Inter Miami FC
Athugasemdir
banner