Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
   fim 12. júní 2025 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Kvenaboltinn
Þjálfari Þórs/KA.
Þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH í kvöld. FH lagði Þór/KA 1-3 í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðin mættust í Boganum í kvöld.

Í seinni hálfleik fékk Jóhann að líta gula spjaldið frá dómara leiksins. Í viðtali eftir leikinn var hann spurður út í spjaldið nokkrum mínútum eftir að Þór/KA vildi fá átta sekúndur dæmdar á Söndru Sigurðardóttur í marki FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 FH

„Ég ætla byrja á að óska FH til hamingju, þær áttu þennan sigur bara skilinn. Ég er ekki endilega ósáttur með liðið mitt í dag, fannst stelpurnar leggja sig fram, en það var bara meiri orka í FH liðinu í dag og þær gerðu þetta bara betur. Það litar oft leiki að þurfa elta leiki og við eltum alltof lengi. Þú getur endað eins og við að þurfa að opna svolítið til baka og það nýtist liði eins og FH mjög vel. Heimskulegur varnarleikur í föstu leikatriði í fyrri hálfleik setti svolítið alvarlegt strik í reikninginn hjá okkur í dag," sagði Jói í upphafi viðtals. En þá að gula spjaldinu.

„Ég veit ekki hvað gerist... einhverjar nýjar línur. Við vorum síðast að fá bréf held ég bara í vikunni um enhverjar breyttar... það er greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni. Ég veit ekki hvað við vorum að gera, kölluðum inn á, en enginn dónalegur eða neitt. Það var ekkert að gerast í þessum leik. Ég tek þessu gula með stóískri ró."

Jói var spurður út í bréfið sem hann segir að félagið hafi fengið. „Það er ekkert sem skiptir máli, einhverjar upphitunarreglur, menn eru að taka eitthvað til í regluverkinu, greinilega nóg að gera og mörg mál sem berast til dómaranefndar. Þetta var eitthvað með hámarksfjölda þeirra sem mega hita upp í einu," sagði Jói.

Miðað við tóninn og svipinn á honum hafði það bréf og sú breytta áhersla ekkert með þetta gula spjald að gera, en var ofarlega í huga hans þegar spurt var út í spjaldið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst en þar fer Jói nánar yfir það hvað vantaði og hefur vantað upp á hjá Þór/KA að hans mati.
Athugasemdir
banner