Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
   fim 12. júní 2025 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Kvenaboltinn
Þjálfari Þórs/KA.
Þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH í kvöld. FH lagði Þór/KA 1-3 í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðin mættust í Boganum í kvöld.

Í seinni hálfleik fékk Jóhann að líta gula spjaldið frá dómara leiksins. Í viðtali eftir leikinn var hann spurður út í spjaldið nokkrum mínútum eftir að Þór/KA vildi fá átta sekúndur dæmdar á Söndru Sigurðardóttur í marki FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 FH

„Ég ætla byrja á að óska FH til hamingju, þær áttu þennan sigur bara skilinn. Ég er ekki endilega ósáttur með liðið mitt í dag, fannst stelpurnar leggja sig fram, en það var bara meiri orka í FH liðinu í dag og þær gerðu þetta bara betur. Það litar oft leiki að þurfa elta leiki og við eltum alltof lengi. Þú getur endað eins og við að þurfa að opna svolítið til baka og það nýtist liði eins og FH mjög vel. Heimskulegur varnarleikur í föstu leikatriði í fyrri hálfleik setti svolítið alvarlegt strik í reikninginn hjá okkur í dag," sagði Jói í upphafi viðtals. En þá að gula spjaldinu.

„Ég veit ekki hvað gerist... einhverjar nýjar línur. Við vorum síðast að fá bréf held ég bara í vikunni um enhverjar breyttar... það er greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni. Ég veit ekki hvað við vorum að gera, kölluðum inn á, en enginn dónalegur eða neitt. Það var ekkert að gerast í þessum leik. Ég tek þessu gula með stóískri ró."

Jói var spurður út í bréfið sem hann segir að félagið hafi fengið. „Það er ekkert sem skiptir máli, einhverjar upphitunarreglur, menn eru að taka eitthvað til í regluverkinu, greinilega nóg að gera og mörg mál sem berast til dómaranefndar. Þetta var eitthvað með hámarksfjölda þeirra sem mega hita upp í einu," sagði Jói.

Miðað við tóninn og svipinn á honum hafði það bréf og sú breytta áhersla ekkert með þetta gula spjald að gera, en var ofarlega í huga hans þegar spurt var út í spjaldið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst en þar fer Jói nánar yfir það hvað vantaði og hefur vantað upp á hjá Þór/KA að hans mati.
Athugasemdir
banner