Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
banner
   lau 14. júní 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Skoraði þrennu í dramatískum toppslag
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Tveir leikir fóru fram í 3. deildinni í gær en það var dramatík í báðum leikjunum.

Það var toppslagur þegar Hvíti riddarinn fékk Augnablik í heimsókn. Hvíti riddarinn náði tveggja marka forystu en Aron Skúli >Brynjarsson minnkaði muninn fyrir Augnablik. Róbert Andri Ómarsson kom Hvíta aftur í tveggja marka forystu en Aron Skúli var ekki hættur því hann skoraði tvö mörk til viðbótar, fullkomnaði þrennuna og tryggði Augnablik stig.

Reynir Sandgerði vann annan leik sinn í röð þegar liðið vann KFK í níu marka leik. KFK náði þrisvar sinnum forystunni í leiknum en Ólafur Darri Sigurjónsson sá til þess að Reynismenn voru með forystuna þegar flautað var til loka leiksins þar sem hann skoraði undir lok leiksins.

Hann hafði komið KFK yfir með sjálfsmarki snemma leiks en bætti upp fyrir það þegar hann jafnaði metin í 2-2 með marki úr vítaspyrnu og skoraði síðan sigurmarkið.

KFK 4 - 5 Reynir S.
1-0 Ólafur Darri Sigurjónsson ('4 , Sjálfsmark)
2-0 Hubert Rafal Kotus ('16 , Mark úr víti)
2-1 Alex Þór Reynisson ('45 )
2-2 Ólafur Darri Sigurjónsson ('49 , Mark úr víti)
3-2 Olsi Tabaku ('62 )
3-3 Ægir Þór Viðarsson ('74 )
4-3 Mariusz Baranowski ('76 )
4-4 Leonard Adam Zmarzlik ('77 )
4-5 Ólafur Darri Sigurjónsson ('83 )

Hvíti riddarinn 3 - 3 Augnablik
1-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('5 )
2-0 Aron Daði Ásbjörnsson ('10 )
2-1 Aron Skúli Brynjarsson ('31 )
3-1 Róbert Andri Ómarsson ('50 )
3-2 Aron Skúli Brynjarsson ('65 )
3-3 Aron Skúli Brynjarsson ('87 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 10 7 3 0 24 - 9 +15 24
2.    Hvíti riddarinn 11 7 1 3 29 - 17 +12 22
3.    Magni 10 6 2 2 19 - 14 +5 20
4.    Reynir S. 10 5 2 3 20 - 20 0 17
5.    Tindastóll 11 5 1 5 27 - 19 +8 16
6.    Árbær 11 4 3 4 28 - 30 -2 15
7.    KV 10 4 2 4 26 - 19 +7 14
8.    KF 10 3 4 3 12 - 11 +1 13
9.    Sindri 11 3 3 5 14 - 18 -4 12
10.    KFK 12 3 2 7 15 - 26 -11 11
11.    Ýmir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
12.    ÍH 11 1 1 9 19 - 48 -29 4
Athugasemdir
banner