Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 12. júní 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Selfoss óstöðvandi
Kvenaboltinn
Mynd: Hrefna Morthens
Selfoss 2 - 1 Sindri
1-0 Embla Dís Gunnarsdóttir ('20 )
2-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('60 )
2-1 Carly Wetzel ('90 )

Selfoss er algjörlega óstöðvandi í 2. deild kvenna en liðið er á toppnum með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

Embla Dís Gunnarsdóttir kom liðinu yfir gegn Sindra í gær. Guðmunda Brynja Óladóttir bætti öðru markinu við eftir klukkutíma leik.

Carly Wetzel náði að klóra í bakkann fyrir Sindra en markið kom alltof seint og sigur Selfoss í hús.

Eins og fyrr segir er Selfoss á toppnum með fullt hús stiga eftir sex umferðir. ÍH og Völsungur eru einnig með fullt hús en hafa aðeins spilað fjóra leiki. Sindri er í 7. sæti með fjögur stig eftir fimm umferðir.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 10 10 0 0 45 - 7 +38 30
2.    ÍH 9 7 1 1 47 - 13 +34 22
3.    Völsungur 9 7 0 2 40 - 18 +22 21
4.    Fjölnir 9 6 2 1 25 - 11 +14 20
5.    Dalvík/Reynir 10 3 2 5 21 - 21 0 11
6.    Álftanes 9 3 1 5 22 - 25 -3 10
7.    Vestri 9 3 1 5 17 - 27 -10 10
8.    Sindri 10 2 3 5 15 - 22 -7 9
9.    Einherji 9 2 2 5 15 - 28 -13 8
10.    KÞ 8 2 2 4 10 - 27 -17 8
11.    ÍR 8 1 2 5 11 - 22 -11 5
12.    Smári 8 0 0 8 1 - 48 -47 0
Athugasemdir
banner