Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fös 13. júní 2025 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög fúll og svekktur," sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-0 tap gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  0 Fjölnir

„Við lendum 2-0 undir, tvær mínútur milli marka. Við slökkvum á okkur, mark sem við þekkjum, farið framhjá bakverði og köttað í teiginn. Ætli það séu ekki svona 3-5 svona mörk sem við höfum fengið á okkur í sumar."

„Ég vildi óska þess að ég hefði skýringar á þessu. Mark tvö er svona týpískt mark sem HK hefur verið að koma með. Þriðja markið kemur í andltiið á okkur því við erum að sækja. Það er erfitt að vera sáttur með nokkurn skapaðan hlut í þeirri stöðu sem við erum í. Þú sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert og það er verkefnið okkar að finna trú á því sem við erum að gera," sagði Gunnar Már.

Fjölnir er á botni deildarinnar og hefur enn ekki tekist að vinna leik eftir átta umferðir.

„Það eru þrír leikmenn sem hafa spilað alla leikina í sumar. Brynjar Gauti spilar handleggsbrotinn í þessum leik, Sigurjón markmaður er handleggsbrotinn. Aðrir menn eru búnir að vera frá vegna höfuðhögga og ökklameiðsla. Kannski er það það að menn finna meira til þegar illa gengur," sagði Gunnar Már.
Athugasemdir
banner