Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. júní 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Ganga frá kaupum á Wirtz þegar hann snýr aftur úr fríi
Mynd: EPA
Liverpool mun ganga frá metkaupum á þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz þegar hann snýr aftur úr fríi en þetta segja þeir Fabrizio Romano og Honigstein í dag.

Liverpool og Bayer Leverkusen hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Wirtz.

Enska félagið mun greiða 126 milljónir punda fyrir Wirtz, sem verður metfé í ensku úrvalsdeildinni.

Wirtz, sem er 22 ára gamall, er í sumarfríi og verður því ekki gengið frá kaupunum alveg strax. Gengið verður frá öllum lausum endum þegar hann snýr aftur.

Áætlað er hann fari í læknisskoðun í næstu viku og muni í kjölfarið skrifa undir langtímasamning.

Ungverski bakvörðurinn Milos Kerkez er einnig í fríi, en hann er á leið til Liverpool frá Bournemouth. Romano segir einnig styttast í að Liverpool gangi frá kaupum á honum.

Liverpool mun næst fara í það að losa sig við leikmenn en Darwin Nunez, Harvey Elliott, Jarell Quansah, Luis Díaz og Diogo Jota gætu allir farið frá félaginu í glugganum sem gefur þá Liverpool meira svigrúm til þess að styrkja fleiri stöður.
Athugasemdir
banner