Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 12. júní 2025 22:54
Atli Arason
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Kvenaboltinn
Hulda Ösp (t.h.) ásamt Töru Jónsdóttur og þjálfarnum Dominic Ankers
Hulda Ösp (t.h.) ásamt Töru Jónsdóttur og þjálfarnum Dominic Ankers
Mynd: Grótta

Hulda Ösp Ágústsdóttir, leikmaður Gróttu, var án vafa besti leikmaður vallarins þegar hún skoraði öll fjögur mörk Gróttu gegn nágrönnunum í KR í Lengjudeildinni í kvöld. Lokatölur 2-4.      


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 Grótta

  „Mér fannst við halda boltanum vel og spila vel þegar við héldum í hann og kláruðum þetta,“ sagði Hulda sem vildi þó ekki gera upp á milli markanna fjögurra sem hún skoraði í kvöld.

Guð ég veit það ekki, ég var bara á réttum stað og á réttum tíma,“ bætti Hulda við, sem viðurkenndi að henni þætti extra sætt að skora öll þessi mörk gegn nágrönnunum í KR.

Hulda fór ekki í neinn feluleik þegar hún komst af því að hún væri orðin meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Hulda er með skýr markmið og hún lofar fleiri mörkum, þó ekki endilega öðrum fjórum í næsta leik.

Markmiðið er bara að skora fleiri mörk og gera betur, fleiri mörk í næstu leikjum,“ sagði Hulda Ösp Ágústsdóttir, leikmaður Gróttu, að endingu. Viðtalið við Huldu í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner