Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fös 13. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugvöllum
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hausverkur en jákvæður hausverkur. Það er alltaf erfitt að velja hóp en það er extra álag á því að velja lokahóp fyrir stórmót. Það er ákveðinn léttir að vera búinn að þessu," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net, í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Þorsteinn tilkynnti í dag um lokahóp sinn fyrir EM í Sviss sem hefst í næsta mánuði.

„Það hefur slatti sem við höfum þurft að hugsa um, eins og til dæmis meiðsli leikmanna og þær sem eru að koma til baka úr meiðslum. Við höfum fylgst vel með því. Við tókum eins vel ígrundaða ákvörðun og hægt var miðað við stöðu leikmannahópsins."

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður RB Leipzig, meiddist í síðasta landsliðsglugga og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún kemst ekki með á mótið vegna þessara meiðsla og er það grátlegt fyrir hana þar sem hún hefur átt fast sæti í hópnum undanfarna mánuði.

„Við ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun, að hún yrði ekki með. Eftir samtöl við sjúkraþjálfara hér úti og sjúkraþjálfara hér heima, og eftir skoðun sem hún fór í morgun þá var ákveðið að þetta væri ekki gerlegt. Það var bara niðurstaðan og leiðinlegt fyrir okkur því Emilía hefur verið flottur leikmaður fyrir okkur," sagði Steini.

Emilía hefði verið á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir Ísland. „Þetta er erfiðast fyrir hana sjálfa að upplifa það að missa af stórmóti. Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en klárlega erfiðast fyrir hana að sjá þetta hverfa í dag. Síðustu orðin mín við hana voru: 'Þú kemur okkur á HM'."

Allt viðtalið, sem er tæplega átta mínútna langt, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner