Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
   fös 13. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugvöllum
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hausverkur en jákvæður hausverkur. Það er alltaf erfitt að velja hóp en það er extra álag á því að velja lokahóp fyrir stórmót. Það er ákveðinn léttir að vera búinn að þessu," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net, í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Þorsteinn tilkynnti í dag um lokahóp sinn fyrir EM í Sviss sem hefst í næsta mánuði.

„Það hefur slatti sem við höfum þurft að hugsa um, eins og til dæmis meiðsli leikmanna og þær sem eru að koma til baka úr meiðslum. Við höfum fylgst vel með því. Við tókum eins vel ígrundaða ákvörðun og hægt var miðað við stöðu leikmannahópsins."

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður RB Leipzig, meiddist í síðasta landsliðsglugga og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún kemst ekki með á mótið vegna þessara meiðsla og er það grátlegt fyrir hana þar sem hún hefur átt fast sæti í hópnum undanfarna mánuði.

„Við ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun, að hún yrði ekki með. Eftir samtöl við sjúkraþjálfara hér úti og sjúkraþjálfara hér heima, og eftir skoðun sem hún fór í morgun þá var ákveðið að þetta væri ekki gerlegt. Það var bara niðurstaðan og leiðinlegt fyrir okkur því Emilía hefur verið flottur leikmaður fyrir okkur," sagði Steini.

Emilía hefði verið á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir Ísland. „Þetta er erfiðast fyrir hana sjálfa að upplifa það að missa af stórmóti. Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en klárlega erfiðast fyrir hana að sjá þetta hverfa í dag. Síðustu orðin mín við hana voru: 'Þú kemur okkur á HM'."

Allt viðtalið, sem er tæplega átta mínútna langt, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner