Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. júní 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sane spilar með Bayern á HM þrátt fyrir yfirvofandi skipti
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar um að Leroy Sane muni spila með Bayern Munchen á HM félagsliða þar til samningur hans rennur út í lok mánaðar.

Í kjölfarið mun hann svo ganga í raðir Galatasaray en hann hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska félagið.

Sane verður til taks í riðlakeppninni með Bayern og getur svo spilað í 16-liða úrslitunum ef Bayern kemst þangað.

Bayern er með Benfica, Auckland City og Boca Juniors í riðli.

Sane er 29 ára þýskur kantmaður sem kom til Bayern frá Manchester City fyrir fimm árum.
Athugasemdir
banner
banner