Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fim 12. júní 2025 23:31
Gunnar Bjartur Huginsson
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Agla María í leiknum í kvöld.
Agla María í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frammistaðan hefur nú alveg verið betri. Þetta var svona þokkaleg og ég er bara aðallega ánægð með að vinna þetta og sátt við að skora fimm mörk," sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 5-1 sigur á nágrönnum sínum í HK á Kópavogsvelli. 

Við vorum frekar 'sloppy' og mér fannst við ekki líkar sjálfum okkur og hefðum geta gert betur en mér fannst þetta strax skárra í seinni hálfleik."


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 HK

Leikurinn í kvöld var sögulegur en þetta var nágrannaslagur af bestu gerð á Kópavogsvelli í kvöld og í fyrsta skipti sem liðin mætast í kvennaboltanum.

Ég fann ekkert eitthvað sérstaklega fyrir þessu inn á vellinum en það var sérstaklega góð mæting. Virkilega gaman að sjá svona marga í stúkunni og ekki oft sem maður sér það. Ég var mjög ánægð með það."

HK situr á toppi Lengudeildarinnar en Breiðablik í öðru sæti Bestu deildar kvenna. Það var ljóst að töluverður gæðamunur var á liðunum, eins og við var að búast. Stelpurnar í HK börðust engu að síður og lögðu hart að sér.

Mér fannst þær bara vera hörkuflottar. En ég held að efstu deildin í Lengjudeildinni séu bara á pari við liðin í Bestu deildinni. Við sjáum t.d. að ÍBV vinnur TIndastól sem segir sitt."


Athugasemdir