Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 12. júní 2025 20:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Kvenaboltinn
FH hefur spilað frábærlega á þessu tímabili.
FH hefur spilað frábærlega á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana innsiglaði sigur FH.
Elísa Lana innsiglaði sigur FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vinnuframlag leikmanna skóp þennan sigur. Mér fannst leikurinn í ágætis jafnvægi en eftir að þær jafna fannst mér þær taka leikinn yfir út hálfleikinn. Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik, skerptum á okkar áherslum og mér fannst við taka leikinn gjörsamlega yfir, vinna leikinn sannfærandi og áttum að klára hann mun fyrr," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sigur gegn Þór/KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

FH vann 1-3 útisigur og verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á RÚV 2 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 FH

„Þriðja markið kláraði leikinn, við þurftum að bíða svolítið lengi eftir því miðað við hversu oft við sprengdum þær og komum okkur í góðar stöður. Að gera það trekk í trekk á móti Þór/KA sýnir bara styrk liðsins í dag."

Elísa Lana Sigurjónsdóttir innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu, hún var fyrst á lausan bolta á eigin vallarhelmingi og brunaði upp völlinn, tók skot fyrir utan teig og setti hann í fjærhornið.

„Það var nóg eftir á tanknum hennar, og hjá fleiri leikmönnum. Þessar FH stelpur eiga það sameiginlegt að þær geta hlaupið, það gerir það að verkum að við getum spilað þann fótbolta sem við viljum spila. Það er alltaf gaman að mæta Þór/KA, ekkert nema virðing á Jóa þjálfarann þeirra. Þær vilja sækja líka, sækja hratt og úr verða oft skemmtilegir leikir. Vonandi var þetta skemmtun fyrir áhorfendur."

FH hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu, liðið er með sex sigra eftir átta leiki í Bestu deildinni og komið í undanúrslit bikarsins. Hvert er endatakmarkið?

„Við erum ekki komnir lengra en að pæla í einum leik í einu, við klárum fyrri hluta deildarinnar í næsta leik. Við erum á fínum stað og þetta hefur gengið vel, erum að spila vel og vinna leiki. Á meðan við gerum það verðum við í efri hlutanum. Við erum búnir að komast í þrígang í undanúrslitin á síðustu árum en höfum aldrei farið alla leið á Laugardalsvöll. Það er rosalegt hungur að gera það núna í ár," sagði Guðni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir
banner