Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   fös 13. júní 2025 21:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fylkir tók á móti Grindavík á Tekk vellinum í áttundu umferð Lengjudeildarinnar. 

Fylkismenn hafa ekki byrjað tímabilið vel og héldu vonbrigðin áfram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Grindavík

„Enn ein vonbrigðin að vinna ekki leik og þá sérstaklega hér á heimavelli. Við erum sjálfum okkur verstir" sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis svekktur eftir leik.

„Við komum okkur í 20-30 góðar stöður til að búa okkur til færi. Búum til einhver færi og fáum nóg af færum til þess að komast í 2-0 og jafnvel 3-0. Þeir taka aðeins yfir leikinn um miðjan seinni hálfleik og gera vel. Skora eitthvað skítamark eftir horn, beint úr horni" 

„Við fáum svo 2-3 dauðafæri síðustu tíu mínúturnar. Viljum meina að boltinn hafi verið inni en þeir dæmdu það ekki og niðurstaðan er jafntefli" 

Fylkir hefur átt erfiða byrjun á mótinu og gengið verið langt undir væntingum og mögulega farið að leggjast á menn.

„Já örugglega. Það gerist alltaf þegar að það gengur ekki vel. Þá fara menn kannski að ofhugsa hlutina. Við erum að skipta mikið á liðinu og rótera ekki kannski afþví að við viljum það endilega alltaf heldur eru margir meiddir og þannig er það hjá öllum liðum. Það var einhver sem kvartaði undan heimsmeti í meiðslum en ég held að við séum að bæta það heimsmet"  

Árni Freyr hefur miklar áhyggjur af stöðunni en segist þó ekki geta haft áhyggjur af stöðu sinni hjá Fylki.

„Ég get ekki haft áhyggjur af einhverju sem ég hef enga stjórn á. Það er bara stjórnin sem ákveður það. Ég tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við og gera þetta vel en ég er ekkert að ljúga af þér að þetta hefur alveg komið inn í hausin á mér en við þurfum bara að halda áfram" 

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
5.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
6.    Keflavík 10 4 3 3 19 - 14 +5 15
7.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
8.    Grindavík 10 3 2 5 24 - 30 -6 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner