Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
   fös 13. júní 2025 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Súrt var það. Við spiluðum á móti liði sem er með augnablikið með sér og er að gera vel," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis, eftir 1-0 tap gegn ÍR í Breiðholtsslagnum í kvöld.

„Þeir halda markinu sínu hreinu og vinna 1-0. Þetta eru þeir sigrar sem lið vilja. Við vorum klárlega betra liðið í seinni hálfleik og kannski með ólíkindum að við höfum ekki náð að koma boltanum í netið."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Leiknir R.

Þetta var þriðji leikur Gústa með Leikni en liðið hafði unnið fyrstu tvo leikina undir hans stjórn.

„Núna kom smá tap sem hristir aðeins í okkur, en við erum ekki slegnir út af laginu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur."

Þetta var fyrsti Breiðholtsslagur Gústa sem þjálfara Leiknis. Hvernig var að taka þátt í þessu?

„Ég hef tekið þátt í mörgum leikjum og það var skemmtilegt að koma hingað á erfiðan völl. Það var mikill stuðningur hjá báðum liðum. Súrast af öllu er að tapa, en svona er fótboltinn. Við þurfum að hugsa áfram og við ætlum að koma sterkari í næsta leik."

„Þetta er skemmtilegur hópur og ég vænti mikils af honum. Það er ástríða í þessu og gott verkefni sem ég tók að mér. Ég hlakka til að halda áfram," sagði Gústi en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner