Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
   fös 13. júní 2025 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindvíkinga
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík heimsótti Fylki í áttundu umferð Lengjudeildarinnar í áhugaverðum leik á Tekk vellinum í Árbænum. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Grindavík

„Ég er sáttur með stigið, gott stig" sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við áttum mjög góða kafla í þessum leik. Ég er mjög sáttur með margt í okkar leik en Fylkir átti fleiri færi og kannski stýrði lengri köflum" 

„Ég er virkilega ánægður með það að við getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur" 

Grindavík skoraði skemmtilegt mark í leiknum en Ármann Ingi Finnbogason skoraði beint úr horni. 

„Þetta var frábær spyrna að sjálfsögðu, Ármann er bara orðin gráðugur og hann sagði mér það að hann hafi ekkert reynt að setja hann á neinn. Hann ætlaði bara að skora úr horninu og gerði það. Auðvitað er lukkan með okkur í liði þarna en við tökum því" 

Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir