Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. júní 2025 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Efast um að þetta hefði verið svona í leik hjá karlaliði Vals"
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns í viðtali í gær.
Óli Kristjáns í viðtali í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gerði athugasemd við það," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, er hann var spurður út í vöntun á boltasækjurum á RÚV í gær.

Það vantaði boltasækjara á stórleik Vals og Þróttar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í gær.

Vanalega er það undir heimaliðinu komið að manna boltasækjara á leikina en það vantaði upp á það í gær. Ólafur gerði athugasemdir við það í seinni hálfleiknum.

„Mér finnst þetta ekki sæmandi þegar við erum að spila leik í 8-liða úrslitum í bikar."

„Ég efast um að þetta hefði verið svona í leik hjá karlaliði Vals. Mér fannst þetta lélegt," sagði Ólafur.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Vals en Þróttur einbeitir sér núna að deildinni þar sem þær eru á toppnum.
Athugasemdir
banner