Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. júní 2025 09:38
Elvar Geir Magnússon
Sagði upp eftir að Lewandowski vildi ekki spila fyrir hann
Michal Probierz er hættur sem landsliðsþjálfari Póllands.
Michal Probierz er hættur sem landsliðsþjálfari Póllands.
Mynd: EPA
Michal Probierz er hættur sem landsliðsþjálfari Póllands en allt fór upp í háaloft í landinu eftir að goðsögnin Robert Lewandowski sagði að hann myndi ekki spila aftur undir hans stjórn.

Lewandowski er markahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins með 85 mörk í 158 leikjum. Probierz hafði tekið fyrirliðabandið af Lewandowski og gert Piotr Zielinski að fyrirliða en það fór illa í markahrókinn.

Lewandowski sagði á sunnudag að hann myndi ekki spila fyrir Probierz og pólska landsliðið tapaði svo 2-1 gegn Finnlandi í undankeppni HM á þriðjudag.

„Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að við núverandi aðstæður sé besta ákvörðunin fyrir hag landsliðsins að ég segi upp störfum. Að sinna þessu starfi var mesta stolt lífs míns og ég held áfram að vera stuðningsmaður pólska landsliðsins," segir Probierz í yfirlýsingu.

Hann er 52 ára og tók við sem landsliðsþjálfari í september 2023. Liðið hafnaði í neðsta sæti í riðli sínum á EM 2024 og var fyrsta liðið til að falla úr leik á mótinu. Í 21 leik við stjórnvölinn vann Pólland níu leiki, gerði fimm jafntefli og tapaði sjö.
Athugasemdir
banner
banner
banner