
Breiðablik fór með 5-1 sigur af hólmi á Kópavogsvelli í kvöld, en sigurinn var sannfærandi og góð mæting á völlinn. Fótbolti.net ræddi við Nik Chamberlain, þjálfara Breiðabliks, að leik loknum.
„Þetta var allt í lagi. Mér fannst þetta góður nágrannaslagur og það var baráttuandi í leiknum. HK kom og það er hægt að sjá af hverju þær eru að gera vel í Lengjudeildinni," sagði Nik Chamberlain.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 1 HK
„Ég held það hafi ekki verið neinn vafi á því að við myndum vinna þennan leik en þetta var fín frammistaða hjá okkur í dag."
HK situr á toppi Lengudeildarinnar en Breiðablik í öðru sæti Bestu deildar kvenna. Það var ljóst að töluverður gæðamunur var á liðunum, eins og við var að búast.
„Stundum fann maður fyrir muninum. Það var kannski munur á hraða og hreyfingu á boltanum. Það er erfitt að bera saman HK við t.d. FHL. HK er að gera vel og eru með sjálfstraust en FHL hefur ekki sjálfstraust."