BÍ/Bolungarvík vann 3-0 sigur gegn Tindastóli í Lengjubikarnum í dag en bæði þessi lið eru í 1. deildinni.
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, hafði þetta að segja eftir leikinn:
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, hafði þetta að segja eftir leikinn:
„Ég er sérstaklega ánægður með að við skoruðum þrjú mörk. Okkur hefur ekki gengið vel að skora í síðustu leikjum. Það var frábært að halda hreinu og skora þrjú. Þetta er á réttri leið hjá okkur."
BÍ/Bolungarvík er í markmannsleit.
„Við erum að fá mann í næstu viku vonandi á reynslu. Við vorum með tvo stráka á reynslu um páskana en það náðist ekki að semja við þá," segir Jörundur sem er klár á því að hann verði með betri hóp í sumar en í fyrra.
„Ég er ánægður með stöðuna eins og hún er einmitt núna."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir